144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það á ekki af Hafnarfirði að ganga, verður að segjast eftir tíðindi dagsins. Nú erum við nýlega búin að fá lyktir í aðför hæstv. ríkisstjórnar að Fiskistofu þar sem farið var fram með miklum ólíkindum gagnvart þeirri stofnun, sem einmitt er staðsett í Hafnarfirði, og menn runnu á endanum á rassinn með og hæstv. forsætisráðherra gafst upp við að pönkast á. En þá kemur fram lögfræðiálit frá virtum og reyndum hæstaréttarlögmanni, Andra Árnasyni, sem sýnir fram á að hæstv. menntamálaráðherra hafi í blóra við lög farið gegn Iðnskólanum í Hafnarfirði, einkavætt hann og sameinað öðrum skóla. Maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort Hafnarfjörður eigi enga málsvara í þingflokkum stjórnarflokkanna, en hlýtur að kalla aftur eftir því að hæstv. menntamálaráðherra (Forseti hringir.) verði kallaður hingað til þings þegar í stað og látinn taka þá sérstöku umræðu sem beðið hefur verið um við hann um málefni Iðnskólans í Hafnarfirði og hvernig hann hefur reynt að fara gegn lögum.