144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:28]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það er mjög mikilvægt. Og það er annað áhyggjuefni að með því að svelta fjárveitingar til friðlýsinga hefur ríkisstjórninni tekist að halda kostum með þeim hætti að orkufyrirtækin og Orkustofnun telja rétt að vera stöðugt að fara fram á endurmat á þeim vegna þess að þeir hafa ekki verið friðlýstir. Með því að fjármagn hefur ekki verið sett til friðlýsinga þá nær rammaáætlun ekki að fullu leyti markmiðum sínum. Það er auðvitað svo annar kantur hinum megin. Þess vegna er mjög mikilvægt að setja fjárveitingar í allt þetta ferli, til verkefnisstjórnarinnar til að vinna að rannsóknum og í friðlýsingar, þannig að kostir sem raunverulega verða settir í verndarflokk fari í friðlýsingu.