144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:29]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nákvæmlega. Mig langar að heyra viðhorf hv. þingmanns gagnvart neðri hluta Þjórsár sem hefur verið mikið í umræðunni. Komið hefur fram hjá sumum að búið sé að rannsaka allt og hægt sé að drífa í því að virkja þar, þ.e. Holta- og Urriðafossvirkjun. En menn eru ekki sammála um það. Þess vegna voru þeir kostir í neðri hluta Þjórsár einmitt settir í bið. Það hefur líka komið fram að það allt er ekki fullrannsakað, þess vegna treysti verkefnisstjórn 3. áfanga sér ekki til að skila þeim kostum áfram þegar ráðherra fékk tillögu um Hvammsvirkjun. Veiðimálastjóri hefur sagt að ef svokölluð seiðafleyta virki ekki þá gætu um 88% laxastofnsins í Holtavirkjun og um 52% laxastofnsins í Urriðafossvirkjun (Forseti hringir.) verið í hættu. Eigum við að taka þessa áhættu að órannsökuðu máli?