144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:43]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. þm. Árna Páli Árnasyni kærlega fyrir ágæta ræðu. Ég fagna því að við erum á svipuðum stað í þessum málum, við erum báðir náttúrusinnar og við erum kannski virkjunarsinnar, þótt maður vilji ekki endilega kalla sig það. Mig langar að spyrja hv. þingmann um ummæli eða bókun Elínar Líndal, sem var í nefndinni. Hún sagði orðrétt: „Nægileg gögn voru í nefndinni um kostina þrjá í Þjórsá, að þeir færu í nýtingarflokk, og gagnvægisaðgerðir Landsvirkjunar trúverðugar og góðar. Það var búið að raða rammaáætlun 2 svo verkefni rammaáætlunar 3 var bara að bæta við upplýsingum sem voru til góðs og því auðveldar að taka ákvarðanir.“

Hún segir síðar: „Röðun kosta var breytt með pólitískum hætti af þinginu.“

Mig langar að spyrja hv. þingmann um ummæli hennar.