144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:47]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um það að út af fyrir sig er hægt að rannsaka alla hluti endalaust. Það er enginn vafi á því. Ég hefði því þungar áhyggjur ef verkefnisstjórn skilaði ekki almennt af sér kostum, en það gerir hún. Hún er að skila núna Hvammsvirkjun með mjög góðum rökum og mjög góðum rökstuðningi. Ég hef engar efasemdir um að hún muni skila 27 kostum 1. september á næsta ári. Ég hef engar efasemdir um að hún muni eins fljótt og hún mögulega getur skila af sér Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, ef það verður fyrr en 1. september á næsta ári. Það er einfaldlega hennar að meta hvenær er fullrannsakað, en hún hefur sýnt það með verkum sínum að hún leggur ekki í 100 ára rannsóknir að ástæðulausu. Þvert á móti.