144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:49]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ekki margt um manninn í þessari umræðu eins og gjarnan hefur verið í þessu tali okkar hér um tillöguna. Það sem mér er ofarlega í huga í þessu er að mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé búinn að láta leiða sig út í algjört fúafen í þessu máli. Ráðherra Framsóknarflokksins leggur hérna fram tillögu með einni virkjun og situr nú uppi með það að verja algera umbyltingu, í rauninni margföldun á tillögunni. Nýr umhverfisráðherra er tekinn við, sem því miður hefur ekki getað verið með okkur hérna í þessari umræðu í dag, og hefur lýst andstöðu við breytingartillöguna, en það er samt haldið áfram eins og að skoðun hæstv. ráðherra skipti engu máli.