144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:01]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Stöðunni er þannig háttað í þessu lýðræðisfyrirkomulagi okkar að meiri hlutinn á þingi hefur 100% af dagskrárvaldinu. Það eina sem minni hlutinn getur raunverulega gert er að tala lengi í málum, nýta sér ákveðinn málþófsrétt, það er eina sem minni hlutinn gert til þess að reyna að hafa áhrif á dagskrána þegar meiri hlutinn nýtir meirihlutavald sitt sem er kannski 60% eða svo í dag, til þess að hafa 100% af dagskrárvaldinu. Það skiptir sér í lagi máli að minni hlutinn skipti sér með þessum hætti af dagskránni þegar meiri hlutinn á þingi, þar sem eru 63 þingmenn, ætlar að ganga gegn meiri hluta landsmanna, sem er ef við tökum kjósendur rúmlega 110 þús. einstaklingar, þá er mikilvægt að minni hlutinn (Forseti hringir.) tefji mál.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það meiri hlutinn á þingi sem ræður dagskránni, (Forseti hringir.) hann getur tekið málið af dagskrá, sett það í nefnd og við reynum þar að finna lausn og höldum áfram með aðra dagskrá (Forseti hringir.) í þinginu á meðan.