144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í morgun fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort halda skyldi kvöldfund. Það var samþykkt. Nú þegar klukkan er orðin 17 mínútur yfir sex eru þrír hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans auk hæstv. forseta hér í umræðunni. Ef það eitt og sér ætti ekki að vera ástæða til þess alla vega að fresta þeim dagskrárlið sem er á dagskrá fram á kvöldið, þá veit ég eiginlega ekki hvað.

Svo hefur í dag margítrekað verið spurt að því hvort hæstv. forseti ætli að boða í það minnsta þingflokksformenn á sinn fund til þess að reyna að miðla málum og við því hefur ekkert svar fengist í allan dag. (Forseti hringir.) Ég vil því ítreka þá spurningu til hæstv. forseta.