144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:23]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla að vita hvort það hefur áhrif að tala við hæstv. forseta um að kalla eftir umhverfisráðherra hingað eða fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Búið er að óska eftir því margsinnis og mér finnst alveg vera tilefni til þess að ráðherrabekkirnir séu setnir. Stundum finnst manni eins og hér sitji utanþingsstjórn því að það sést ekkert til þessara ráðherra hérna nema endrum og eins þegar þeir neyðast til að koma í einhverjar atkvæðagreiðslur. Er eðlilegt að hæstv. ráðherrar séu út um borg og bý að gera einhver myrkraverk eins og hæstv. menntamálaráðherra? Ég heyri að mörgum stjórnarliðum er brugðið við að heyra hvað er í pípunum varðandi sameiningar skóla og breytingar á menntakerfinu, (Forseti hringir.) þannig að þeir ættu að styðja okkur í því að kalla á hæstv. menntamálaráðherra (Forseti hringir.) hér til svara.