144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:27]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Ásmundur Friðriksson hefur komið hingað upp og talað mjúku máli og digurbarkalega um samstöðu manna á milli og verið með kristilegar hugleiðingar hérna og allt í góðu með það, en menn verða líka að meina eitthvað með því sem þeir segja. Það þýðir ekki að kasta einhverju fram, tala um sáttarhönd, þetta og hitt og meina svo ekkert með því. Þá er betra að láta það eiga sig ef ekki er alvara á bak við það. Við fulltrúar í atvinnuveganefnd ræddum í morgun alvarlega stöðu víða hjá mörgum atvinnugreinum út af þessum verkföllum. Hvað dettur mönnum í hug að gera í þeim efnum? Ætla menn ekkert að þrýsta á ríkisvaldið til þess að reyna að ná samningum? Nei, það er ekki nóg að tala og tala ef verk fylgja ekki orðum. Burt séð frá því (Forseti hringir.) þá verðum við að láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin (Forseti hringir.) tala, er það ekki hv. þingmaður? (Gripið fram í: Sammála þér.)