144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:07]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrra andsvarið byggir nákvæmlega á því sem ég tók fram í ræðu minni. Það er allt gert til að finna hjáleið til að komast hjá því að taka mark á verkefnisstjórn. Menn finna einn þingmann, ágætiskonu frá Norðurlandi vestra, sem skilar séráliti, en meiri hluti nefndarinnar komst að niðurstöðu; þeir ætla að skoða laxarökin betur. Veiðimálastofnun, jú, það gerir verkefnisstjórn 3. Bíðum eftir þeim niðurstöðum, sjáum hverjar þær verða. Ef þetta er allt saman svona rosalega fínt og það rétt sem Elín Líndal sagði í verkefnisstjórn, ef það er rétt að það vanti aðeins betri upplýsingar frá Veiðimálastofnun á þetta ekki að taka mjög langan tíma. Klárum það. En ekki fara í hlutverkið og reyna að leika áður en verkefnisstjórnin klárar sitt hlutverk, ekki fara að leika það að við, hver og einn af okkur þingmönnunum 63, getum tekið ákvörðun um það án þess að hafa þetta álit verkefnisstjórnar.