144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Sú spurning verður sífellt áleitnari hvort verið sé að halda Alþingi, og þá fyrst og fremst minni hluta Alþingis, uppteknu við að ræða ómögulegt þingmál, eins og við höfum margoft farið yfir, á meðan menntamálaráðherra virðist bara vera að gera það sem hann vill án þess að ræða það hér á Alþingi. Við fáum fréttir af því í fjölmiðlum að verið sé að sameina skóla og svo virðist sem menntamál eigi ekkert að ræða hér heldur eigi bara að breyta menntakerfi landsins í gegnum fjárlög. Það er auðvitað ótækt. Ég skil hreinlega ekki til hvers verið er að halda þessum lið á dagskrá. Það eru tveir hv. þingmenn meiri hlutans viðstaddir þessa umræðu, enginn ráðherra. Formaður nefndarinnar er ekki hérna. (Forseti hringir.) Þetta er alger endaleysa.