144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:20]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem fara fram á að hæstv. fyrrverandi umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson komi hingað. Hann sýndi það þegar hann lagði fram þá tillögu sem lögð var fram hér að hann virðir og skilur ferli rammaáætlunar. Hann lagði einungis fram einn kost, þ.e. kost sem faghópar höfðu lokið við rannsóknir og vinnu á. Það var það sem hann lagði fram og ekki annað.

Mér fyndist fróðlegt að heyra hvað honum finnst um það hvernig meiri hluti atvinnuveganefndar — ég veit ekki hvaða orð ég á að nota — svívirti þá góðu stjórnsýslu sem hann sýndi í verkum sínum og þegar hann lagði fram þessa tillögu.