144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tel að ráðherrum sé engin vorkunn að þurfa að mæta í vinnuna. Hv. þm. Páll Jóhann Pálsson talar um að verið sé að raska ró þeirra af því að þeir þurfa að mæta á vinnustað sinn. Er þetta ekki vinnustaður 63 þingmanna? Af hverju eiga sumir að vera í vinnunni og aðrir heima? Ekki er þetta þannig á öðrum vinnustöðum í landinu. Ef menn eru á fullu kaupi verða þeir að mæta í vinnuna þegar það er vinna. Hv. þingmaður ætti að þekkja það úr fiskvinnslu og sjávarútvegi að þar getur fólk ekki hangið heima þegar það er að þræla fyrir 214 þús. kr. á mánuði. Ég held að menn sem eru á góðu kaupi, eins og hæstv. ráðherrar eru, geti alveg sinnt vinnu sinni og verið í vinnunni. Þeir greiddu atkvæði með þessum kvöldfundi svo þeir eiga að mæta í vinnuna.