144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:39]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað forvitnilegt fyrir okkur þingmenn að vita hvort allir þingmenn stjórnarmeirihlutans standa á bak við þá ákvörðun sem hér birtist hjá hv. þm. Páli Jóhanni Pálssyni að það verði engu öðru lokið fyrr en þessu máli er lokið, drífum þetta bara af, segir hann.

Ástæðan fyrir því að við viljum ekki drífa þetta af er að verið er að sniðganga og svíkja ákveðið ferli sem átti að vera sáttaferli í sambandi við það hvernig við afgreiddum rammaáætlun. Ég lýsi ábyrgðinni fullkomlega á hendur þeim stjórnarþingmönnum, m.a. hv. þm. Páli Jóhanni Pálssyni, að hafa eytt orku í að sannfæra alla meðflokksmenn sína um að setja þetta mál fram fyrir umræðu um verkföll, um menntamál, um ýmislegt annað sem brennur á samfélagi okkar, sem tengist því (Forseti hringir.) sem við viljum leysa í nútímanum. Þetta er sett sem aðal- og eina málið. Ábyrgðin er 100% á stjórnarmeirihlutanum og beri hann skömm af.