144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[20:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmanninn hvernig henni lítist á það fyrirkomulag sem er komið svolítið inn í umræðuna, að við getum farið að sjá landsmenn kalla eftir því að fá mál sem Alþingi hefur samþykkt, sama hvort það eru lög eða þingsályktanir. Í þessu máli mundi þjóðin geta fengið málið til sín til samþykkis eða synjunar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Mundi hv. þingmaður sætta sig við þann úrskurð þjóðarinnar sama hver endanlegur úrskurður þjóðarinnar við málið væri um hvað ætti að virkja? Mundi hún sætta sig við þann endanlega úrskurð þjóðarinnar? Í þessu tilfelli mundi þessum kostum náttúrlega vera vísað til þjóðarinnar og þá mundi þeim vera raunverulega hafnað. Mundi hv. þingmaður sætta sig við þann endanlega úrskurð þjóðarinnar hvað skyldi virkja af því sem væri vísað frá Alþingi?