144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:10]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég get bara svarað út frá því sem ég hef greint af þessum umræðum að ég tel ekki svo vera. Ég tel ekkert hafa verið fært hér fram sem knýr á um þennan flýti, þennan æðibunugang. Hins vegar hefur ýmislegt komið fram í þessari umræðu sem rennir stoðum undir þá kenningu að núverandi meiri hluti eigi að einhverju leyti enn við það áfall sem það varð, sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, að missa hér völdin í fjögur ár. Það hefur gert að verkum að hv. þingmenn þess flokks hafa dvalið mjög í fortíðinni og sérstaklega á síðasta kjörtímabili. Þeir eiga mjög erfitt með að vinna sig út úr því áfalli virðist vera, því að þessi tillaga er iðulega rökstudd með því að menn hafi nú ekki verið á eitt sáttir um meðferð þessa máls á síðasta kjörtímabili og þess vegna sé full ástæða til að ganga fram hjá faglegu ferli rammaáætlunar. Ég get svo sem dundað mér við að varpa slíkum kenningum fram, en á meðan ekki eru færð fram betri rök þá get ég leyft mér það, herra forseti.