144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:27]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil inna hæstv. forseta eftir því áður en dagskráin gengur lengra fram hvort haft hafi verið samband við einhvern starfandi umhverfisráðherra til þess að vera við umræðuna eða við atvinnuvegaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, til að vera hér í fyrirsvari fyrir ríkisstjórnina í málinu eins og kallað hefur verið eftir. Ég held að það yrði að minnsta kosti til þess að gera umræðuna að einhverju leyti skaplegri að einhver gagnaðili væri til að ræða við fyrir þingið af hálfu framkvæmdarvaldsins sem flytur þá tillögu sem er til umfjöllunar.