144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:40]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er gott að heyra frá hv. þm. Jóni Gunnarssyni, manninum sem hefur gengið hvað harðast fram í þessu máli að hann sé tilbúinn til þess að ræða lausnir í málinu,. Hann verður hins vegar að skilja þá afstöðu okkar í stjórnarmeirihlutanum að við erum ekki tilbúin að kaupa … (Gripið fram í.) Hvað sagði ég? (Gripið fram í: Stjórnarmeirihlutanum.) Já, við erum nú í meiri hluta hér í kvöld. Við erum ekki tilbúin að kaupa dýru verði úr hendi hans að hann falli frá löglausum hlutum. Grundvallaratriðið er að það eru hvorki efnislegar né lögmætar forsendur fyrir málinu. Eins og við höfum rakið í umræðum líka þá reka engar nauðir hér, það hefur ekki verið hægt að benda á eitt einasta verkefni sem ekki er hægt að skrifa undir samninga á grundvelli Hvammsvirkjunar og þeirra virkjana sem þegar eru í nýtingarflokki. Það liggur líka fyrir að tillaga kemur um 27 kosti 1. september á næsta ári. Þá spyr ég: Hvað hastar? (Forseti hringir.) Af hverju þarf að setja í uppnám vandað ferli sem skilar góðum niðurstöðum?