144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:45]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fyrr í kvöld talaði hv. þm. Páll Jóhann Pálsson um að það væri engin ástæða til þess að ráðherragengið væri hér í kvöld. Núna talar hv. þm. Jón Gunnarsson um okkur sem erum hér í vinnunni sem örfáar hræður. Það er ekki mikil virðing fyrir því fólki sem er þó í vinnunni. Það má segja að við séum í vinnunni sem er meira en má segja um aðra. Auðvitað eiga hæstv. ráðherrar að vera í vinnunni og fylgja þessu forgangsmáli sínu eftir. Er það ekki, hv. þingmaður? Ég held að sé ástæða til þess að við slítum fundi og leyfum hæstv. ráðherrum að hvíla sig ef þeir treysta sér ekki til þess að sitja hér kvöldfund. Það er vanvirðing við okkur sem erum hér á vaktinni og í vinnunni að tala um okkur sem einhverjar örfáar hræður þegar aðrir (Forseti hringir.) geta ekki mætt í vinnuna.