144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:53]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það standa yfir deilur á vinnumarkaði og uppi er mikill ágreiningur, en það er fundað og það er fundað og fundað og fundað en það talar enginn um að málþóf sé í gangi, menn eru að reyna að ræða sig niður á einhverja niðurstöðu væntanlega. Við höfum ekki um neitt annað að velja en að standa hér og ræða við þá örfáu þingmenn meiri hlutans sem eru tilbúnir að taka þessa umræðu. Ég vil þá hrósa þeim sem hafa sinnt því, t.d. hv. þm. Jóni Gunnarssyni, en auðvitað væri best ef við settumst niður eins og aðilar vinnumarkaðarins og reyndum raunverulega að leita að einhverri lausn og sátt. Ég vildi bara haft sagt þetta.