144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:58]
Horfa

Forseti (Óttarr Proppé):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi: (Gripið fram í.)

1. Störf þingsins.

2. Sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs. Málshefjandi er Svandís Svavarsdóttir og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.

3. Staðan á vinnumarkaði, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

4. Raforkulög (kerfisáætlun, EES-reglur), stjórnarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 305. mál, þskj. 1005, nefndarálit á þskj. 1091 og 1226, breytingartillaga á þskj. 1092 og 1227, 3. umr.

5. Stefna stjórnvalda um lagningu raflína, stjórnartillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 321. mál, þskj. 392, nefndarálit á þskj. 973 og 986, framhaldsnefndarálit á þskj. 1228, framhald síðari umr.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita Jón Þór Ólafsson, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Björt Ólafsdóttir.

Þessi tillaga verður upp í upphafi þingfundar á morgun.