144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:33]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér hefur fundist að fólk, þjóðin, vilji almennt stíga varlega til jarðar í virkjunarmálum, jafnvel þeir sem eru virkjunarsinnar, getum við sagt. Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að við seljum um 80% af orkunni til stóriðju og við fáum ekki endilega mjög hátt verð fyrir orkuna, í sumum tilfellum hreinlega lágt verð, en vissulega er einhver atvinnusköpun af stóriðjunni.

Mér finnst svo skrýtið það sem talað er um hér er, það er eins og eitthvað liggi á og við eigum allt undir því að virkja áfram. Það er kannski vegna þess misskilnings sem er greinilega í nefndinni, að það séu aðeins 10 kostir í virkjunarnefnd — (Gripið fram í: Nýtingarflokki.) nýtingarflokkinum. Menn eru kannski ekki alveg með það á hreinu. Hastar eitthvað? Hvað finnst hv. þingmanni um að við stígum varlega til jarðar (Forseti hringir.) og að það gerist ekkert þótt við bíðum í hálft ár, eða er allt undir?