144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:35]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, það hastar svo sannarlega ekkert. Ég held að það sé alveg rétt hjá hv. þingmanni að þjóðin er að verða þess mjög meðvituð að við getum nýtt okkur auðlindir landsins með mun hagkvæmari hætti en með því að virkja þær. Það er einmitt vegna aukins fjölda ferðamanna á landinu sem við þurfum að hafa eitthvað til þess að sýna þeim, til þess að ferðamenn vilji koma hingað og skilja eftir gjaldeyristekjur í landinu. Ég held að þjóðin sé hér allmörgum skrefum á undan hv. meiri hluta atvinnuveganefndar í því að átta sig á því að við þurfum að stíga virkilega varlega til jarðar og að það hastar barasta ekki neitt að setja fleiri (Forseti hringir.) kosti en nú þegar eru í nýtingarflokk.