144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:43]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ætli sjálfstæðismenn verði ekki fyrst að fara að hafa áhyggjur af því hvert stefna þeirra er að leiða ef af henni fæðast jafnaðarmenn? Mér finnst það reyndar alveg ágætt, en ég er ekki viss um að sjálfstæðismönnum þyki það vera mjög farsæl þróun. (Gripið fram í.) En ég vil að lokum segja það og ítreka að ég tel gríðarlega mikilvægt að við tökum umræðu um virði miðhálendisins og virði náttúrunnar allrar og ekki bara út frá peningalegu sjónarmiði þótt það skipti auðvitað talsverðu máli, en líkt og hv. þingmaður nefndi þá er svo sem hægt með pólitískum hætti að verðmeta hana niður á við ef vilji er fyrir því. Við þurfum að (Forseti hringir.) leggjast í þessa vinnu þar sem allt er undir, félagslega, menningarlega, sögulega, en ekki bara peningalega.