144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:51]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég sé það á innri vef þingsins þar sem hægt er að sjá forsetavaktir að einungis tveir forsetar eru skrifaðir á vaktina í kvöld, þeir sem eru nú í húsi, virðulegir forsetar Valgerður Gunnarsdóttir og Óttarr Proppé. Ég spyr hvaða leiðsögn þeir forsetar hafa fengið frá hæstv. forseta Einari K. Guðfinnssyni um lengd þingfundarins. Það hlýtur að vera einhver leiðsögn um það, þannig að við getum skipulagt okkur næstu klukkutímana með hliðsjón af því. Ég held að það geti ekki talist ofrausn að verða við þeirri bón að segja okkur frá því, því að við höfum fleiri skyldur, virðulegur forseti, og mér finnst það ekki sýna mikla virðingu fyrir tíma og úthaldi og orku þingmanna að geta ekki virt þá svars.