144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:00]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að forseti hafi lýst því yfir að fundur verði fram að miðnætti svo að við þurfum ekki að þrátta um það. Þá vitum við það. Ef þetta væri venjulegur vinnustaður hefði ég haldið að þá mundum við spýta í lófana og reyna að afkasta sem mestu fram að miðnætti, á þessum klukkutíma sem eftir er. Það virðist ekki vera viðhorf á þessum vinnustað því að hér snýst þetta um að gera helst ekki neitt, að tefja tímann þannig að það verði engin afköst fram til miðnættis, þennan klukkutíma, eyða honum áfram í eitthvert spjall eins og rispuð plata og koma hingað upp aftur og aftur undir liðnum fundarstjórn forseta.

Eigum við ekki að reyna að nýta þennan klukkutíma í málefnalegar umræður, hv. þingmenn? Hvernig væri það?