144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:29]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka hv. þm. Róberti Marshall fyrir glæsileg tilþrif hérna áðan. Að því sögðu gefa leikreglur lýðræðisins, eins og þær eru í lögum um þingsköp, okkur þingmönnum kost á því að fjalla tvisvar um öll mál sem lögð eru fyrir þingið í formi þingsályktunartillögu. Þess vegna er það ekkert annað en afskræming á lýðræðinu þegar hv. þm. Jón Gunnarsson kúgar þingið til þess að fjalla einu sinni um breytingartillögur sem eru margfaldar að umfangi miðað við hina upphaflegu tillögu. Það er þingmönnum stjórnarliðsins, þar á meðal fyrrverandi formanni Lögmannafélags Íslands, til háborinnar skammar að taka þátt í því ofbeldi, því að það er ekki neitt annað.

Ég spyr hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur: Hvað finnst henni um svona? Hvernig speglar það virðingu gagnvart þinginu sjálfu að fótumtroða (Forseti hringir.) með þessu hætti leikreglurnar sem lýðræðið átti að tryggja okkur?