144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:34]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í gær var bókakvöld, nú er ljóðakvöld. Ekki leiðinlegt, það er alltaf hægt að finna einhverja jákvæða punkta við þessi mál.

Ég þakka hv. þingmanni ræðuna, en hv. þingmanni varð tíðrætt um virðingu fyrir rammaáætlun og faglegu ferli. Ég spyr: Af hverju ætti frekar að fara eftir rammaáætlun núna en síðast?

Formaður Vinstri grænna viðurkenndi, í ræðu sinni hér í kvöld, að eftir að faglegu ferli lauk við 2. áfanga rammaáætlunar hafi verið tekin ákvörðun út frá pólitískum skoðunum og sex kostir færðir, eftir faglega matið. (Forseti hringir.) Mig langar að fá álit hv. þingmanns á því, hver virðingin var þá fyrir þeirri faglegu vinnu.