144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:35]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum andsvarið. Það er eins og annað sem komið hefur fram hjá honum í þessum umræðum, hann velur að skilja hlutina á sinn hátt og það er allt í lagi að hann geri það. Það er ekki rétt að faglega ferlið hafi verið brotið og pólitískar ákvarðanir hafi verið teknar. Ákvarðanirnar voru teknar, eins og hér hefur margsinnis verið útskýrt, þegar nýjar upplýsingar komu fram.

Ég hefði gjarnan viljað sjá hv. þingmann nýta sér nýjar upplýsingar í staðinn fyrir að nýta sér gamlar upplýsingar í málinu. Hann hefur gjarnan vitnað til eldri upplýsinga en kosið að nýta sér ekki þær nýrri.

Ég get fullvissað hv. þingmann um að formaður Vinstri grænna var ekki að játa það hér í kvöld að pólitískar ákvarðanir hefðu verið teknar í þessu. Ég held að hann þurfi að hlusta á svarið aftur.