144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:42]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er rétt að forseti þá á stóli, hv. þm. Valgerður Gunnarsdóttir, sagði að þingfundur mundi standa til miðnættis. Það hefur gjarnan verið þannig að þegar hefur verið að nálgast þau tímamörk sem forseti hefur ákvarðað, og ekkert óeðlilegt við það, og sést að ekki næst að flytja ræðu og fá andsvör við henni þá hefur forseti látið staðar numið. Það er enginn að lúta í gras með það, það vill oft atvikast þannig að ræður teygjast eða andsvör eru fleiri eða færri o.s.frv.

Það er alveg ljóst að næsti þingmaðurinn hefur 10 mínútur. Nú er klukkan 16 mínútur í 12 (ValG: Og því lengur sem menn tala um fundarstjórn …) og það er alveg ljóst að þótt við mundum ekki fleiri tala núna í fundarstjórn (Gripið fram í.) forseta þá væri ræðan bara búin og er þá hv. þm. Valgerður Gunnarsdóttir að segja (Gripið fram í.) að þá færi enginn í andsvör? Er það það sem hv. þingmaður er að segja? (ValG: Svo lengi lærir sem lifir.)