144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:48]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í mestu vinsemd tel ég ekki að ég hafi verið að bregðast trausti hv. þm. Valgerðar Gunnarsdóttur með því að halda ræðu mína og fá á mig andsvör. Það eina sem ég benti á var að tíminn væri ekki nægur til þess að taka á móti ræðu og fullum andsvörum, sem er ekkert óeðlilegt við, og það að við höfum ítrekað verið í þingsal með hvaða forseta sem er á stóli, sem hefur látið gott heita þegar ljóst er að svo er um málið búið að það næst ekki að fullu. Mér finnst það fyrst og fremst vera aðstaðan sem við erum í núna, ekki það að við höfum farið illa með það traust sem hún telur sig hafa sýnt okkur með því að gefa okkur upp hvenær áætlað er að fundi ljúki í kvöld. Ég er henni þakklát fyrir að hafa gefið okkur það upp.

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir núna að við förum ekki inn í nóttina í nýja ræðu. Ég tek undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að ég held að það sé gott (Forseti hringir.) að hafa vel mannaðan þingsal.