144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:57]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hingað til hef ég ekki haft neitt við fundarstjórn forseta að athuga, en nú geri ég athugasemd við það. Nú finnst mér hv. þingmaður Össur Skarphéðinsson hafa misnotað þennan lið um fundarstjórn forseta. Alveg er ég tilbúin til að hjálpa honum að styrkja sína sjálfsmynd, hvetja hann áfram til góðra verka og halda góðar ræður, en þetta finnst mér ekki rétti vettvangurinn. En gjarnan vil ég hlusta á hann og við getum farið hér til hliðar og rætt hans mál og hjálpað honum að slétta úr krumpaðri sjálfsmynd ef á þarf að halda. Ég er meira en tilbúin til þess og vil gjarnan hlýða hér á fleiri góðar og málefnalegar ræður í kvöld.