144. löggjafarþing — 110. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:19]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni svarið. Já, ég skil rök hv. þingmanns að vissu leyti. Ef ég held mig við umsögn Umhverfisstofnunar þá telur stofnunin mjög mikilvægt að farið verði yfir þá vankanta sem eru á núgildandi lögum. Út frá þeim rökum sem hv. þingmaður beitti gagnvart því, hvernig getur hann verið þess fullviss að það sé ekki hin pólitíska stefna sem ráði, sannfæringin sem býr að baki íhlutun ráðherrans, hinn pólitíski armur ráðherrans, að hann sé að framfylgja flokksbundinni stefnu síns flokks eins og birtist á síðasta kjörtímabili þegar ráðherra (Forseti hringir.) tók virkjunarkosti úr nýtingu í bið?