144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:03]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég veit eins og hæstv. fjármálaráðherra hvernig þessi atkvæðagreiðsla fer en kem hér aftur til að sýna fram á að minni hlutinn á þessu þingi hefur fullan hug og fullan vilja til að ræða þau mál sem eru aðkallandi í samfélaginu núna í dag. Ég skora á hv. þingmenn meiri hlutans að greiða atkvæði með því að við virkjum Alþingi aftur til þeirra starfa sem ætlast er til að það vinni frekar en að hanga hér enn einn daginn í því svaði sem við erum komin í.

Með því að hafna þessari dagskrártillögu er meiri hlutinn búinn að sýna að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðustu tvær vikurnar. Til þess er þessi dagskrártillaga eins og ég skil hana.

Ég skora aftur á hv. þingmenn (Forseti hringir.) meiri hlutans að greiða atkvæði með dagskrártillögunni.