144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég styð þessa dagskrártillögu vegna þess að ég tel að það sé afar brýnt að ræða þá alvarlegu stöðu sem er hér á vinnumarkaði. Nú blasir við að mögulega er fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar að bresta á. Við þurftum að fresta atkvæðagreiðslu áðan vegna þess að hv. stjórnarþingmenn voru ekki komnir í salinn. Síðan stökkva þeir hérna inn til að ýta á rauða takkann og út aftur. Þeir stökkva inn til þess að segja nei við því að taka umræðuna um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á vinnumarkaði.

Virðulegi forseti. Það er ólýsanleg staða sem hér er komin upp og ég bið forseta að taka á þeirri stöðu, kalla forustumenn þingsins til samræðna og sátta.