144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[10:44]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Þá hafa friðardúfurnar, hv. þingmenn minni hlutans, hafið hér enn einn daginn í grímulausu málþófi um þetta mál, boðist til að kasta bjarghring og sáttatillögum til meiri hlutans í þessu umdeilda máli. Sáttatillagan snýst aftur á móti um það að við skiptum okkur ekki af þessu máli, (SSv: Viltu afgreiða þetta án okkar?) að við tökum bara málið til baka, að minni hlutinn fái bara að ráða hér algerlega ferð í þinginu. Um það snýst sáttatillagan. Það er mjög líklegt að það sé alvörusáttatillaga. Þetta eru sáttatillögur minni hlutans: Farið heim, ykkur kemur þetta ekki við, látið okkur um að ráða þessu.

Er líklegt að það leiði til sátta um mál sem ágreiningur er um? Ég minnist þess ekki þrátt fyrir að hafa verið hér frá árinu 2007 að mál hafi verið afgreidd með þeim hætti. (Forseti hringir.) Það hefur áður verið hér málþóf um mál, á síðasta kjörtímabili. Meðal annars var mikið rætt um þetta mál þá [Kliður í þingsal.] en á endanum (Forseti hringir.) hafði meiri hlutinn sinn vilja í gegn eins og eðlilegt er á lýðræðislega kjörnu þingi.