144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[10:58]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að ítreka orð hv. 10. þm. Reykv. s. heldur eingöngu taka undir þau. En mig langar til að skýra aðeins stöðuna fyrir hv. 6. þm. Suðvest., Jóni Gunnarssyni. Skilyrðið er einfalt og það er að rammaáætlun haldi, að bjarga rammaáætlun. Það er ekki hægt að leggja upp með einhverja sátt eða eitthvert samkomulag um að eyðileggja ferlið sem er gert til þess að ferlið sé í sátt. Það er ekki hægt. Í staðinn fyrir að vera á þessum þingfundi gætum við verið að ræða saman um eitthvað annað eins og samráð um löggjöf til að skýra verklagið eða eitthvað slíkt. Nei, ekkert slíkt samtal á sér stað vegna þess að við erum upptekin hérna.

Eins og hv. þm. Jón Þór Ólafsson bendir réttilega á er málþóf kerfislægt vandamál. Vandinn er sá að við erum ekki að tala saman og ástæðan er einföld, meiri hlutinn hefur enga (Forseti hringir.) sérstaka ástæðu til þess, þ.e. meðan hann sýnir þessa þrjósku.