144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[11:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég var svolítið glöð þegar ég kom út í morgun, það var pínulítið eins og það væri að koma sumar, og vor í lofti, en sú tilfinning hvarf fljótt þegar ég kom inn í kulið í þessu húsi hér. Það er með algerum endemum að forseti ætli að halda okkur áfram í þessum hnút og þessari flækju og stórundarlegt að maður með hans visku og reynslu reyni ekki að leysa þennan hnút. Það er hægt og það er auðvelt, það kom fram áðan hjá hv. þm. Ögmundi Jónassyni sem er þingreyndur líka að við getum haft misjafnar skoðanir á Hvammsvirkjun en við erum tilbúin að greiða atkvæði um það. Ágreiningurinn stendur um það að hinar fjórar virkjanirnar hafa ekki fengið lögformlega afgreiðslu. Það er það sem stendur (Forseti hringir.) í okkur hér.