144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:10]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Mér sýnist eitthvað vera að gerast á þessum bjarta, fallega degi. Hér koma forustumenn þingflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og flytja ræður þrungnar sáttatóni og stjórnarþingmenn voru tregir til að koma í þingsal til að greiða atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingu á dagskrá. Ég vona að það megi líka túlka á jákvæðan hátt þannig að ég vona að forseti sé nú þegar búinn að gera ráðstafanir til að kalla þingflokksformenn saman til að ræða stöðuna og nýta þann sáttatón sem virðist vera kominn í stjórnarmeirihlutann.