144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég segi eins og síðasti ræðumaður, ég er ekki jafn bjartsýn á að það sé mikill sáttatónn í mönnum, a.m.k. ekki í talsmönnum meiri hluta hv. atvinnuveganefndar, eftir að hafa hlustað á hv. þm. Pál Jóhann Pálsson hér áðan. En þá vil ég, forseti, taka undir orð þess forseta sem situr nú á forsetastóli frá því hér áðan þegar hann kallaði eftir því að hinn hófsami hluti stjórnarmeirihlutans og skynsami stígi nú fram og neiti ofríki meiri hluta hv. atvinnuveganefndar og finni leið út úr þeim ógöngum sem þingstörfin eru komin í.