144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:42]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mér skilst að búið sé að boða fund í atvinnuveganefnd í fyrramálið klukkan hálftíu þar sem ræða eigi rammann og verða við ósk hv. þingmanna stjórnarandstöðunnar þar. Mig langar að spyrja hvort það sé þá ekki rétt skilið hjá mér, af því að ég er á mælendaskrá, að ekki verði fundað fyrr en þeim fundi er lokið, þ.e. að ekki verði þingfundur fyrr en þeim fundi í atvinnuveganefnd er lokið. Það er ekki sanngjarnt gagnvart okkur sem erum á mælendaskrá, og munum líklega tala hér í dag, að við séum að tala um tillögu sem er í raun aftur farin til umfjöllunar í nefnd og við vitum ekki hvernig mun koma þaðan út.

Virðulegi forseti. Þó að það sé bara upplýsingafundur um tiltekin atriði þá breytir það engu. Þar munu einhver atriði hugsanlega koma fram sem við vildum minnast á hér í umræðunni ef hún heldur áfram eftir þann fund.