144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:48]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég sagði áðan að ef haldið yrði áfram að ræða rammann hér þrátt fyrir að búið væri að setja málið á dagskrá í nefnd, það er búið að taka málið inn í nefnd með fundi sem er boðaður í fyrramálið og má sjá á vef Alþingis, þætti mér eðlilegt að menn legðu málið til hliðar á Alþingi og tækju það aftur upp eftir helgi. En forseti treystir sér ekki til að gera það og þá er eðlilegt að menn spyrji: Hvers vegna getur forseti ekki tekið af skarið með það? Er það vegna þess að hér ganga menn fram eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson lýsti, að forseti hefur ekki sjálfur stjórn á þessu þingi?

Ég ætla að leyfa forseta að njóta vafans og biðja hann að reyna að skapa frið, þótt ekki væri nema um eitt atriði í málinu sem er það að leyfa mönnum að eiga yfirvegaðan fund um málið í fyrramálið í atvinnuveganefnd — nema sá fundur hafi bara átt (Forseti hringir.) að vera einhver sýning. Þegar menn ganga fram eins og hv. þm. Jón Gunnarsson gerði í salnum áðan hvarflar að manni að það hafi akkúrat átt að vera þannig, að sá fundur hafi átt að vera einhver sýning.