144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:22]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það var þannig í morgun að eftir að hv. formenn þingflokka stjórnarflokkanna héldu ræðu þar sem þeir gáfu sáttatón inn í daginn var ég bjartsýn um að nú væri eitthvað að gerast, en þá höfðu að vísu ekki tekið til máls fulltrúar atvinnuveganefndar sem bera hingað þessa umdeildu breytingartillögu. Forseti hefur sagt að hann vilji leita sátta en hafi ekki náð árangri. En forseti er með dagskrárvaldið. Hann getur sagt: Hingað og ekki lengra, nú verjum við tíma okkar í að ræða saman, forustufólkið í þinginu, og leitum lausna. Tökum sérstöku umræðuna um menntamálin og höldum svo áfram á þriðjudaginn eftir að hafa notað tímann til að tala saman.

Það getur forseti gert og ég vona að hann beiti valdi sínu af festu.