144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:23]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er orðið langt síðan mér leið síðast eins og bláeygðum kjána. Þannig líður mér núna. Inn til okkar var sendur tónn frá formönnum þingflokka stjórnarflokkanna um að nú ætluðu menn að reyna að finna einhverjar lausnir. Í framhaldi af þeirri umræðu allri var boðað til fundarins í atvinnuveganefnd. Og í aulaskap mínum hélt ég að því fylgdi einhver alvara um samtal um málið undir rólegri kringumstæðum en ekki með hrópum og köllum í ræðustól í þingsal. Svo kemur í ljós með gjörðum forseta, frammíköllum og líka því sem komið hefur fram hjá formanni atvinnuveganefndar að það stóð aldrei til. Hann er búinn að ákveða hvernig málið á að vera og hann er búinn að segja forseta hvernig eigi að fara að þessu. Við vorum höfð að fíflum hér í dag. Það er einfaldlega þannig. Mér líkar það illa, verulega illa, og þess vegna fýkur hér í fólk, herra forseti.