144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þegar á að virkja verði hópar mjög ósáttir við það í langflestum tilfellum. Þegar í ofanálag kemur að ákvarðanir eru teknar með þessum hætti er verið að kasta inn stríðshanska.

Fram hefur komið að fjöldinn allur af aðilum íhugar málssókn fari þetta í gegnum Alþingi. Það er svolítið sérstakt að þegar við höfum verið hér að setja lög um fjármálafyrirtæki og alls kyns þætti sem varða stóra peningalega hagsmuni ákveðinna aðila þá eru slíkar hótanir teknar mjög alvarlega hér inni, enda eigum við að gæta að því að við förum að stjórnarskrá og lögum í gjörðum okkar. En þegar kemur að almenningi sem býr einhvers staðar og óttast um heimkynni sín þá virðist meiri hlutanum ekki þykja ástæða til að hlusta.