144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:47]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Hv. þingmaður talaði stóran hluta ræðunnar um kjaramál, verkföll og jöfnuð í því samhengi. Vissulega snúast þessi mál um nýtingu auðlinda og virkjanir sem gefa okkur orku til nýtingar í atvinnulífinu.

Aðeins um jöfnuðinn. Nú hefur tekjujöfnuður aukist en vissulega hefur eignajöfnuður minnkað á móti en til að við náum utan um það þurfum við að tryggja hér aukinn tekjujöfnuð. Um það erum við sammála.

Hv. þingmaður ræddi rammaferlið og þá áætlun sem við stjórnmálamenn viljum sannarlega fylgja og hafði áhyggjur af því að við værum að eyðileggja leikreglurnar. Þurfum við ekki að styrkja leikreglurnar í kringum rammaferlið? Er það ekki það sem þessi umræða kennir okkur?