144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

verkleysi stjórnarmeirihlutans.

[13:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er mjög einkennilegt eftir þriggja dag helgi að halda áfram þriðju vikuna með þetta mál í stað þess að nýta þessa þrjá daga til að ná sáttum. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta pólitísk barátta um tíma. Menn eru að skipta á tíma hérna í þinginu og eyða tíma þingsins vegna þess að þeir hafa ekki komið sér saman um það hvenær eigi endanlega að klára virkjunarkosti o.s.frv. Það er hægt að hliðra því til án þess að brjóta rammaáætlun um langtímastefnumótun. Það er hægt. Það eru til lausnir. Ég hef heyrt margar þeirra. Menn þurfa bara að setjast niður og vera tilbúnir að fara yfir þann tíma sem síðasti minni hluti tapaði og segist hafa tapað vegna aðgerða síðustu stjórnvalda og fari svo yfir hvað sé hægt að græða mikinn tíma hérna og setjast niður og skoða þennan tíma. Þetta samtal hefur ekki átt sér stað. Hvers vegna hefur þetta samtal ekki á sér stað yfir helgina? Hvers vegna þurfum við að hefja aftur nýja viku í ósætti? Það eru allir ábyrgir í þessu máli.