144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

verkleysi stjórnarmeirihlutans.

[13:45]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ýmislegt kom fram á fundi atvinnuveganefndar og hefði ég talið að gert yrði ráð fyrir því að við gætum farið yfir það með okkar fólki strax eftir þann fund til þess að vinna úr því, að það væri þá einhver tilgangur með þessum fundi sem ég vona enn að hafi staðið til, að við værum að leita lausna. Í mínum huga var það skýrt eins og hjá Landsvirkjun að Landsvirkjun telur að við eigum að fara eftir lögformlegu ferli rammaáætlunar svo það liggur fyrir. Hún gerði grein fyrir því hverjir hefðu áhuga á að kaupa orku af Landsvirkjun og taldi upp ýmsar sviðsmyndir. Þar á meðal er áburðarverksmiðja upp á 300 megavött og álver í Helguvík upp á rúm 600 megavött. Eru þetta þær sviðsmyndir sem við viljum horfa til? (Forseti hringir.) Ég held varla.