144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:19]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ekki er hægt að yfirfæra gufuaflsvirkjanir á Suðurnesjum yfir á þær virkjanir sem við erum að fjalla um hér, að eigi að fara í lögformlegan feril. Við getum ekki yfirfært það og sagt að þar með sé þetta hið besta mál af því að það eykur ferðamennsku á Suðurnesjum. Við erum ekki að fjalla um gufuaflsvirkjanir á Suðurnesjum. Við erum að fjalla um virkjunarkosti sem hafa ekki fengið faglega meðferð. Það er rangt hjá hv. þingmanni að fulltrúar umhverfisráðuneytisins hafi ekki sagt að rökstyðja þyrfti breytingartillögur; hvaða efnislegu upplýsingar hafi komið fram sem réttlæti þessar breytingar.

Ég get staðið hér og sagt þetta með hreinni samvisku eins oft og hv. þingmaður vill heyra það. Fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu sögðu bæði að rökstyðja þyrfti breytingartillögu en það hefur ekki verið gert. (Gripið fram í.) Og varðandi Skrokköldu þá hefur efnislegri umfjöllun um hana ekki verið lokið.